Ráðlagt að kaupa oxycontin á svörtum markaði fyrir son sinn: „Dagurinn kostar fimmtíu þúsund“ Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. september 2019 19:15 Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa. Akureyri Fíkn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa.
Akureyri Fíkn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira