„Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2019 20:15 Yfirlýsingin er þríþætt. Vísir/Tryggvi Páll. Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu. Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu.
Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira