Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 23:56 Saksóknarar vilja skattagögn Bandaríkjaforseta í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámstjörnu. vísir/getty Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58