Stingum í samband Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 07:00 Það voru merkileg og ánægjuleg tíðindi sem birtust í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku þegar spurt var um áhuga fólks á vistvænum bílum. Rúmur helmingur aðspurðra segir líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu við næstu bílakaup. Aðeins rúmur fimmtungur telur það ólíklegt. Fólksbílafloti landsmanna telur nú um 229 þúsund bíla. Aðeins rúm fimm prósent þeirra, eða rúmlega tólf þúsund bílar, eru annaðhvort rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar, metan- eða vetnisbílar. Í loftslagsstefnu stjórnvalda sem kynnt var fyrir um ári er sett fram það markmið að banna nýskráningar bíla sem notast eingöngu við jarðefnaeldsneyti frá árinu 2030. Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum nálgast nú milljón tonn á ári og er um þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2030 verður líklega aðeins rými fyrir 500 þúsund tonna losun og þarf því að helminga losunina á næsta áratug. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld hraði vinnu sinni við uppbyggingu innviða til að gera öllum þeim fjölda sem vill skipta yfir í vistvæna bíla það kleift. Íslenski bílaflotinn er gamall en meðalaldurinn var rúm tólf ár á síðasta ári sem er meðal þess hæsta í Evrópu. Hér er því bæði tækifæri og þörf á hraðri endurnýjun bílaflotans með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðaröryggi. Ein leið sem nefnd hefur verið og er að finna í stefnu stjórnvalda er að veittir yrðu sérstakir styrkir til úreldingar eldri og eyðslusamari bíla ef vistvænn er keyptur í staðinn. Það er leið sem vert er að skoða og gæti orðið til þess að hraða orkuskiptum. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vekur það athygli að íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi eru ólíklegastir til að velja vistvænan bíl við næstu bílakaup. Ef horft er á kort af hleðslustöðvum landsins koma þær niðurstöður hins vegar ekki á óvart. Þótt hægt sé að keyra hringinn með nokkuð þægilegum hætti á rafmagnsbíl, með smá skipulagningu, þarf að vinna áfram að þéttingu nets hraðhleðslustöðva. Þar hafa hlutar Vestfjarða og Norðausturhornið orðið út undan enn sem komið er. Það þarf að gæta jafnræðis milli landshluta þegar kemur að uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla. Það sést glöggt á auglýsingum bílaumboðanna að undanförnu að áherslan á vistvæna bíla er að aukast mikið. Framþróunin er hröð og sífellt fleiri tegundir í boði. Raunar er það svo að það sem af er ári hafa vistvænir bílar verið rúm 22 prósent af nýskráðum fólksbílum. Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt en tíminn sem við höfum til stefnu er ekki mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það voru merkileg og ánægjuleg tíðindi sem birtust í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku þegar spurt var um áhuga fólks á vistvænum bílum. Rúmur helmingur aðspurðra segir líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu við næstu bílakaup. Aðeins rúmur fimmtungur telur það ólíklegt. Fólksbílafloti landsmanna telur nú um 229 þúsund bíla. Aðeins rúm fimm prósent þeirra, eða rúmlega tólf þúsund bílar, eru annaðhvort rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar, metan- eða vetnisbílar. Í loftslagsstefnu stjórnvalda sem kynnt var fyrir um ári er sett fram það markmið að banna nýskráningar bíla sem notast eingöngu við jarðefnaeldsneyti frá árinu 2030. Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum nálgast nú milljón tonn á ári og er um þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2030 verður líklega aðeins rými fyrir 500 þúsund tonna losun og þarf því að helminga losunina á næsta áratug. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld hraði vinnu sinni við uppbyggingu innviða til að gera öllum þeim fjölda sem vill skipta yfir í vistvæna bíla það kleift. Íslenski bílaflotinn er gamall en meðalaldurinn var rúm tólf ár á síðasta ári sem er meðal þess hæsta í Evrópu. Hér er því bæði tækifæri og þörf á hraðri endurnýjun bílaflotans með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðaröryggi. Ein leið sem nefnd hefur verið og er að finna í stefnu stjórnvalda er að veittir yrðu sérstakir styrkir til úreldingar eldri og eyðslusamari bíla ef vistvænn er keyptur í staðinn. Það er leið sem vert er að skoða og gæti orðið til þess að hraða orkuskiptum. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vekur það athygli að íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi eru ólíklegastir til að velja vistvænan bíl við næstu bílakaup. Ef horft er á kort af hleðslustöðvum landsins koma þær niðurstöður hins vegar ekki á óvart. Þótt hægt sé að keyra hringinn með nokkuð þægilegum hætti á rafmagnsbíl, með smá skipulagningu, þarf að vinna áfram að þéttingu nets hraðhleðslustöðva. Þar hafa hlutar Vestfjarða og Norðausturhornið orðið út undan enn sem komið er. Það þarf að gæta jafnræðis milli landshluta þegar kemur að uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla. Það sést glöggt á auglýsingum bílaumboðanna að undanförnu að áherslan á vistvæna bíla er að aukast mikið. Framþróunin er hröð og sífellt fleiri tegundir í boði. Raunar er það svo að það sem af er ári hafa vistvænir bílar verið rúm 22 prósent af nýskráðum fólksbílum. Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt en tíminn sem við höfum til stefnu er ekki mikill.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar