Hvað er að SKE? Katrín Olga Jóhannesdóttir og Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar?
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar