Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 15:15 Bílalestin lokaði hægri akrein Kringlumýrarbrautar í suðurátt, nánast frá Háaleitisbraut að Miklubraut. Ásmundur Jónsson Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér. Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér.
Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30