Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 22:00 Bergþór Ólason situr hér á milli Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/vilhelm Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41
Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30