Mikil útgjöld í framkvæmdir og viðhald skóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 11:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira