Óskar Örn orðinn markahæsti leikmaður KR í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 21:58 Magnaður Óskar Örn Hauksson. vísir/bára Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar. Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar.
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00
KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki