Óskar Örn orðinn markahæsti leikmaður KR í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 21:58 Magnaður Óskar Örn Hauksson. vísir/bára Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar. Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar.
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00
KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00