Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2019 06:15 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira