Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2019 06:15 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira