Svarar eftirspurn frá fólki í fæðingarorlofi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. september 2019 07:15 Boðið verður upp á hollan mat fyrir alla fjölskylduna. Fréttablaðið/Valli „Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira