Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 09:00 Ekki er gróið um heilt í Eyjum eftir klofninginn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Margir vilja lesa það í ráðningu Sindra Ólafssonar nýs ritstjóra Eyjafrétta að nú vilji gamli valdakjarninn ná vopnum sínum. Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. Vestmannaeyjamenn margir lesa talsverð tíðindi í ráðningu nýs ritstjóra Eyjafrétta en Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Að nú ætli gamli valdakjarninn að herða tökin með því að beita blaðinu. „Já, sitt sýnist hverjum. Það var viðbúið að einhver myndi gera sér mat úr þessu,“ segir Sindri í samtali við Vísi.Hart barist í Eyjum Sindri vísar þar meðal annars til fréttar Stundarinnar af ráðningunni þar sem hún þykir grunsamleg. „Það angrar mig ekkert. Ég átti von á einhverri umfjöllun um þetta og þá í þessu samhengi. Fréttamenn hafa gert sér mat úr minni fréttum.“ Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið sem Íris Róbertsdóttir leiddi hafði sigur.Hildur Sólveig, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, er eiginkona Sindra, og það þykir þeim sem telja sönnun fyrir því að nú eigi að beita miðlinum óspart gegn meirihlutanum í bænum.Í sérstakri yfirlýsingu frá nýrri stjórn Eyjafrétta, sem fylgir tilkynningu um ráðninguna, er talin ástæða til að nefna þetta sérstaklega, af fyrra bragði: „Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi?“ Treystir sér til að fjalla hlutlægt um málin Þar er jafnframt og meðal annars tekið fram að Sindri eigi ekki að gjalda fjölskyldutengslanna. „Já, hver er spurningin?“ spyr Sindri blaðamann Vísis þegar hann vísar til þessa. Hún er þá sú hvort það megi lesa í þetta það að blaðinu verði beitt sérstaklega í baráttu um völd í Eyjum? Sindri gefur ekki mikið fyrir það. „Blaðið verður eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Ég tel mig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál.Stuðningsmenn Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra telja víst að hún fái að kenna til tevatnsins í Eyjafréttum.Við ætlum að halda útgáfu áfram og halda úti sterku blaði. Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ segir Sindri. Og hann segist jafnframt ætla að gera greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi líkt og kveðið er á um í siðareglum blaðamanna.Óvæntar vendingar En, það sem ýtir undir bollaleggingar um hvort þessi ráðning sé til marks um undirliggjandi valdabaráttu er reynsluleysi Sindra. „Nei, ég hef ekki starfað á neinum miðli fyrr. En, ég hef komið nálægt skrifum. Ég kom að skrifum í tengslum við Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyinga og eitt og annað því tengdu í kringum ÍBV,“ segir Sindri. Þannig að þér er í raun hent út í djúpu laugina?„Jájá. Þetta var sérkennileg atburðaráðs. Ég var ekki fyrsti kostur í ráðningunni eins og fram hefur komið,“ segir Sindri og vísar til áðurnefndrar yfirlýsingar stjórnar. En búið var að ráða Egil Arnar Arngrímsson sem ákvað að gefa ritstjórnarstöðuna frá sér eftir umhugsun.Sindri ekki fyrsti og eini reynslulausi ritstjórinn En vilji menn hafa reynsluleysi Sindra af blaða- og fréttamennsku til marks um að þarna sé maðkur í mysunni þá verður að líta til þess að Sindri er sannarlega ekki sá fyrsti sem ráðinn er sem ritstjóri svo gott sem reynslulaus í faginu.Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins er stór hluthafi í Eyjafréttum. Hún er einnig stór hluthafi í Árvakri, sem gefur út Moggann, sem fer ekki leynt með þá stefnu að þar sé talað máli útgerðarinnar. Menn gera því skóna að Guðbjörg vilji nú beita Eyjafréttum gegn nýjum meirihluta í bæjarfélaginu.fbl/Anton BrinkÞað á óvart við um ritstjóra Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og svo sjálfrar ríkisstofnunarinnar, RUV ohf. Almennt má segja að þeir sem um véla láti sig það litlu varða hvort ritstjórar viti nokkuð um blaðamennsku, kannski finnst þeim það bara verra? Sindri er fæddur 1983 sem þýðir að hann er 36 ára gamall. „Langt í frá yngstur þeirra sem hefur gegnt ritstjórastöðu,“ segir Sindri og þarf ekki að leita langt yfir skammt í leit að dæmum: Forveri hans í starfi, Sara Sjöfn Grettisdóttir, er til að mynda talsvert yngri en hann.En, hvað mun breytast við blaðið undir stjórn Sindra?„Við erum að vinna í því hvað við ætlum að gera við blaðið. Við munum færa það til fyrra horfs að einhverju leyti. Á sínum tíma var útgáfudögum fækkað úr því að það kæmi út vikulega yfir í mánaðarlega. Og þá færðist það meira yfir í tímaritastíl. Minna af fréttum. Hugmyndin, sem ekki er fullmótuð, er að segja fleiri fréttir og stefnt er að því að gefa þetta nú út tvisvar í mánuði.“Horft til ríkisstyrkja Í áðurnefndri yfirlýsingu stjórnar vegna nýs ritstjóra er vikið að nýjum lögum um fjölmiðla sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er með í deiglunni. Sagt er að útgáfa prentmiðla eigi í vök að verjast en það sé ekki síst vegna þess að í deiglunni sé að koma á stuðningskerfi við fjölmiðla hérlendis að eigendur Eyjasýnar, útgefandi Eyjafrétta, hafi ákveðið að tryggja félaginu fjármagn til áframhaldandi rekstrar.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er nú með fjölmiðlafrumvarp í deiglunni þar sem gert er ráð fyrir því að héraðsfréttablöð um land allt verði styrkt. Stjórn Eyjafrétta binda miklar vonir við það, sem svo skýtur skökku við því þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við frumvarpið eins og það lítur út nú.visir/vilhelmLjóst er að stjórnin gerir sér vonir um styrk af hálfu ríkisins til útgáfunnar. Það sem hins vegar gæti orkað tvímælis í þessu er að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur miklar efasemdir um væntanlegt frumvarp Lilju, prinsippin í því og er jafnvel fullyrt að málið fari aldrei í gegnum þingflokkinn. Hvernig horfir þetta við Sjálfstæðismanninum, hinum nýja ritstjóra, en Sindri er stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja; hvernig horfir þetta við honum? „Það er í mörg horn að líta, ég hef ekki sökkt mér í þetta frumvarp og þekki ekki hvar það er nákvæmlega statt,“ segir Sindri og bætir því við að hann hafi almennt ekki myndað sér afstöðu til frumvarpsins.Segir um oftúlkun á aðstæðum að ræða Eins og áður hefur verið vikið að, og stjórn blaðsins telur vert að víkja að, er ráðning Sindra höfð til marks um undirliggjandi átök valdablokka í Vestmannaeyjum. Að hópur sem hafði vel á annan áratug verið við völd í samfélaginu en glatað þeim, vilji nú ná vopnum sínum. Sindri telur þetta oftúlkun á aðstæðum. „Þetta er fyrst og fremst hópur sem þykir vænt um þetta blað og þessa útgáfu og vill veg hennar sem mestan. Prentmiðlar eiga undir högg að sækja og héraðsfréttablöð hafa týnt tölunni hratt á undanförnum árum. Líta má að þetta sem samfélagsverkefni; að koma að Eyjafréttum með þessum hætti og styrkja útgáfuna. Mörgum sem þykir vænt um þetta blað og vilja sjá veg þess sem mestan.“Hin undirliggjandi valdabarátta En, hver eru hin undirliggjandi átök og væringar sem vikið hefur verið lauslega að hér ofar? Eyjamenn sem Vísir hefur rætt við telja þetta stórmerkilegt því í ráðningunni birtist hörð undirliggjandi átök í Eyjasamfélaginu; toppurinn á þeim ísjaka. Líta megi á þetta 4.000 manna samfélag sem prótótýpu, míkrókosmos sem eigi sér víðari skírskotun. Og sé lýsandi fyrir það hvernig valdakerfi geti riðlast og fjörbrot þess.Páll Magnússon var vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, því hann var talinn styðja klofningsframboð Írisar.fbl/ernirÍ síðustu sveitarstjórnarkosningum klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn óvænt en hann hafði þá ráðið lögum og lofum í Eyjum og naut fáheyrðs fylgis. Árið 2014 gat Sjálfstæðisflokkurinn státað af 72 prósenta fylgi. Við slíka stöðu er hætt við að myndist það sem Forn-Grikkirnir kölluðu hybris, eða oflæti. Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings stærri fyrirtækja í bænum og réði lögum og lofum. Því er haldið fram í eyru blaðamanns Vísis að staðan hafi verið sú að fáir ef nokkrir þorðu að vera honum ósammála um hvorki eitt né neitt.Væringar í Vestmannaeyjum Sá hópur sem fór með völd, hópur í kringum Elliða Vignisson sem tengdist stærri fyrirtækjum í bæjarfélaginu svo sem Ísfélaginu og Vinnslustöðinni, taldi sig ekki þurfa að hafa fyrir því að halda prófkjör en þá óvænt, klauf hópur sig úr Sjálfstæðisflokknum og bauð fram undir merkjunum „Fyrir Heimaey“ og fékk 40 prósenta fylgi og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn. Hann fékk rúmlega 45 prósenta fylgi, hið minnsta frá árinu 1986. Óvænt glataði sá hópur sem taldi sig ósnertanlegan völdum.Elliði er kominn á fastalandið, eða hraktist frá Eyjum eins og heimildarmenn Vísis orða það en víst er að Eyjamenn telja það skref niður á við.Óneitanlega dramatísk saga. Það hrikti í Sjálfstæðisflokknum öllu við þessar væringar og má sem dæmi nefna var Páli Magnússyni oddvita flokksins í Suðurkjördæmi, sem talinn var styðja klofningsframboðið, vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn voru og eru Páli afar reiðir, svo það sé nú bara sagt.Gamli valdakjarninn safnar vopnum sínum Nú er því haldið fram að hinn gamli valdakjarni vilji ná vopnum sínum og það birtist meðal annars í því að nýlega var hlutur Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins á sínum hlut í Eyjasýn aukinn verulega, Ísfélagið úr 15% í 24% og Vinnslustöðin úr 13,5% í 21,6% á milli ára, að því er fram kemur í Stundinni. Þar er bent á að þetta kallist á við það að Ísfélagið eigi rúm 13 prósent í Árvakri, auk þess að stjórnarmaður þar, Sigurbjörn Magnússon, á 12,4 prósent í gegnum sitt félag. „Þá er Guðbjörg Matthíasdóttir, einn helsti eigandi Ísfélagins, eigandi að 16,5% hlut í Árvakri. Þannig eiga Ísfélagið og tengdir aðilar minnst 42,3 prósent í félaginu,“ segir í Stundinni en þar er því haldið til haga að nýir eigendur Morgunblaðsins hafi árið 2009 skipað Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra ásamt Haraldi Johannessen. Alla þessa ólgu, valdabaráttu, sjá menn svo kristallast í ráðningu Sindra sem er óreyndur á þessu sviði og eiginmaður oddvita Sjálfstæðisflokksins sem lengi var hægri hönd Elliða Vignissonar. Sá hraktist einmitt upp á land í kjölfar kosninganna, situr nú í Ölfusi og hugsar sitt, eins og einn viðmælandi Vísis orðaði það. Sá telur það augljóslega skref niður á við að vera á fastalandinu en ekki úti í Vestmannaeyjum, þar sem fjörið er. Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. Vestmannaeyjamenn margir lesa talsverð tíðindi í ráðningu nýs ritstjóra Eyjafrétta en Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Að nú ætli gamli valdakjarninn að herða tökin með því að beita blaðinu. „Já, sitt sýnist hverjum. Það var viðbúið að einhver myndi gera sér mat úr þessu,“ segir Sindri í samtali við Vísi.Hart barist í Eyjum Sindri vísar þar meðal annars til fréttar Stundarinnar af ráðningunni þar sem hún þykir grunsamleg. „Það angrar mig ekkert. Ég átti von á einhverri umfjöllun um þetta og þá í þessu samhengi. Fréttamenn hafa gert sér mat úr minni fréttum.“ Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið sem Íris Róbertsdóttir leiddi hafði sigur.Hildur Sólveig, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, er eiginkona Sindra, og það þykir þeim sem telja sönnun fyrir því að nú eigi að beita miðlinum óspart gegn meirihlutanum í bænum.Í sérstakri yfirlýsingu frá nýrri stjórn Eyjafrétta, sem fylgir tilkynningu um ráðninguna, er talin ástæða til að nefna þetta sérstaklega, af fyrra bragði: „Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi?“ Treystir sér til að fjalla hlutlægt um málin Þar er jafnframt og meðal annars tekið fram að Sindri eigi ekki að gjalda fjölskyldutengslanna. „Já, hver er spurningin?“ spyr Sindri blaðamann Vísis þegar hann vísar til þessa. Hún er þá sú hvort það megi lesa í þetta það að blaðinu verði beitt sérstaklega í baráttu um völd í Eyjum? Sindri gefur ekki mikið fyrir það. „Blaðið verður eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Ég tel mig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál.Stuðningsmenn Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra telja víst að hún fái að kenna til tevatnsins í Eyjafréttum.Við ætlum að halda útgáfu áfram og halda úti sterku blaði. Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ segir Sindri. Og hann segist jafnframt ætla að gera greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi líkt og kveðið er á um í siðareglum blaðamanna.Óvæntar vendingar En, það sem ýtir undir bollaleggingar um hvort þessi ráðning sé til marks um undirliggjandi valdabaráttu er reynsluleysi Sindra. „Nei, ég hef ekki starfað á neinum miðli fyrr. En, ég hef komið nálægt skrifum. Ég kom að skrifum í tengslum við Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyinga og eitt og annað því tengdu í kringum ÍBV,“ segir Sindri. Þannig að þér er í raun hent út í djúpu laugina?„Jájá. Þetta var sérkennileg atburðaráðs. Ég var ekki fyrsti kostur í ráðningunni eins og fram hefur komið,“ segir Sindri og vísar til áðurnefndrar yfirlýsingar stjórnar. En búið var að ráða Egil Arnar Arngrímsson sem ákvað að gefa ritstjórnarstöðuna frá sér eftir umhugsun.Sindri ekki fyrsti og eini reynslulausi ritstjórinn En vilji menn hafa reynsluleysi Sindra af blaða- og fréttamennsku til marks um að þarna sé maðkur í mysunni þá verður að líta til þess að Sindri er sannarlega ekki sá fyrsti sem ráðinn er sem ritstjóri svo gott sem reynslulaus í faginu.Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins er stór hluthafi í Eyjafréttum. Hún er einnig stór hluthafi í Árvakri, sem gefur út Moggann, sem fer ekki leynt með þá stefnu að þar sé talað máli útgerðarinnar. Menn gera því skóna að Guðbjörg vilji nú beita Eyjafréttum gegn nýjum meirihluta í bæjarfélaginu.fbl/Anton BrinkÞað á óvart við um ritstjóra Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og svo sjálfrar ríkisstofnunarinnar, RUV ohf. Almennt má segja að þeir sem um véla láti sig það litlu varða hvort ritstjórar viti nokkuð um blaðamennsku, kannski finnst þeim það bara verra? Sindri er fæddur 1983 sem þýðir að hann er 36 ára gamall. „Langt í frá yngstur þeirra sem hefur gegnt ritstjórastöðu,“ segir Sindri og þarf ekki að leita langt yfir skammt í leit að dæmum: Forveri hans í starfi, Sara Sjöfn Grettisdóttir, er til að mynda talsvert yngri en hann.En, hvað mun breytast við blaðið undir stjórn Sindra?„Við erum að vinna í því hvað við ætlum að gera við blaðið. Við munum færa það til fyrra horfs að einhverju leyti. Á sínum tíma var útgáfudögum fækkað úr því að það kæmi út vikulega yfir í mánaðarlega. Og þá færðist það meira yfir í tímaritastíl. Minna af fréttum. Hugmyndin, sem ekki er fullmótuð, er að segja fleiri fréttir og stefnt er að því að gefa þetta nú út tvisvar í mánuði.“Horft til ríkisstyrkja Í áðurnefndri yfirlýsingu stjórnar vegna nýs ritstjóra er vikið að nýjum lögum um fjölmiðla sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er með í deiglunni. Sagt er að útgáfa prentmiðla eigi í vök að verjast en það sé ekki síst vegna þess að í deiglunni sé að koma á stuðningskerfi við fjölmiðla hérlendis að eigendur Eyjasýnar, útgefandi Eyjafrétta, hafi ákveðið að tryggja félaginu fjármagn til áframhaldandi rekstrar.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er nú með fjölmiðlafrumvarp í deiglunni þar sem gert er ráð fyrir því að héraðsfréttablöð um land allt verði styrkt. Stjórn Eyjafrétta binda miklar vonir við það, sem svo skýtur skökku við því þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við frumvarpið eins og það lítur út nú.visir/vilhelmLjóst er að stjórnin gerir sér vonir um styrk af hálfu ríkisins til útgáfunnar. Það sem hins vegar gæti orkað tvímælis í þessu er að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur miklar efasemdir um væntanlegt frumvarp Lilju, prinsippin í því og er jafnvel fullyrt að málið fari aldrei í gegnum þingflokkinn. Hvernig horfir þetta við Sjálfstæðismanninum, hinum nýja ritstjóra, en Sindri er stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja; hvernig horfir þetta við honum? „Það er í mörg horn að líta, ég hef ekki sökkt mér í þetta frumvarp og þekki ekki hvar það er nákvæmlega statt,“ segir Sindri og bætir því við að hann hafi almennt ekki myndað sér afstöðu til frumvarpsins.Segir um oftúlkun á aðstæðum að ræða Eins og áður hefur verið vikið að, og stjórn blaðsins telur vert að víkja að, er ráðning Sindra höfð til marks um undirliggjandi átök valdablokka í Vestmannaeyjum. Að hópur sem hafði vel á annan áratug verið við völd í samfélaginu en glatað þeim, vilji nú ná vopnum sínum. Sindri telur þetta oftúlkun á aðstæðum. „Þetta er fyrst og fremst hópur sem þykir vænt um þetta blað og þessa útgáfu og vill veg hennar sem mestan. Prentmiðlar eiga undir högg að sækja og héraðsfréttablöð hafa týnt tölunni hratt á undanförnum árum. Líta má að þetta sem samfélagsverkefni; að koma að Eyjafréttum með þessum hætti og styrkja útgáfuna. Mörgum sem þykir vænt um þetta blað og vilja sjá veg þess sem mestan.“Hin undirliggjandi valdabarátta En, hver eru hin undirliggjandi átök og væringar sem vikið hefur verið lauslega að hér ofar? Eyjamenn sem Vísir hefur rætt við telja þetta stórmerkilegt því í ráðningunni birtist hörð undirliggjandi átök í Eyjasamfélaginu; toppurinn á þeim ísjaka. Líta megi á þetta 4.000 manna samfélag sem prótótýpu, míkrókosmos sem eigi sér víðari skírskotun. Og sé lýsandi fyrir það hvernig valdakerfi geti riðlast og fjörbrot þess.Páll Magnússon var vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, því hann var talinn styðja klofningsframboð Írisar.fbl/ernirÍ síðustu sveitarstjórnarkosningum klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn óvænt en hann hafði þá ráðið lögum og lofum í Eyjum og naut fáheyrðs fylgis. Árið 2014 gat Sjálfstæðisflokkurinn státað af 72 prósenta fylgi. Við slíka stöðu er hætt við að myndist það sem Forn-Grikkirnir kölluðu hybris, eða oflæti. Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings stærri fyrirtækja í bænum og réði lögum og lofum. Því er haldið fram í eyru blaðamanns Vísis að staðan hafi verið sú að fáir ef nokkrir þorðu að vera honum ósammála um hvorki eitt né neitt.Væringar í Vestmannaeyjum Sá hópur sem fór með völd, hópur í kringum Elliða Vignisson sem tengdist stærri fyrirtækjum í bæjarfélaginu svo sem Ísfélaginu og Vinnslustöðinni, taldi sig ekki þurfa að hafa fyrir því að halda prófkjör en þá óvænt, klauf hópur sig úr Sjálfstæðisflokknum og bauð fram undir merkjunum „Fyrir Heimaey“ og fékk 40 prósenta fylgi og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn. Hann fékk rúmlega 45 prósenta fylgi, hið minnsta frá árinu 1986. Óvænt glataði sá hópur sem taldi sig ósnertanlegan völdum.Elliði er kominn á fastalandið, eða hraktist frá Eyjum eins og heimildarmenn Vísis orða það en víst er að Eyjamenn telja það skref niður á við.Óneitanlega dramatísk saga. Það hrikti í Sjálfstæðisflokknum öllu við þessar væringar og má sem dæmi nefna var Páli Magnússyni oddvita flokksins í Suðurkjördæmi, sem talinn var styðja klofningsframboðið, vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn voru og eru Páli afar reiðir, svo það sé nú bara sagt.Gamli valdakjarninn safnar vopnum sínum Nú er því haldið fram að hinn gamli valdakjarni vilji ná vopnum sínum og það birtist meðal annars í því að nýlega var hlutur Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins á sínum hlut í Eyjasýn aukinn verulega, Ísfélagið úr 15% í 24% og Vinnslustöðin úr 13,5% í 21,6% á milli ára, að því er fram kemur í Stundinni. Þar er bent á að þetta kallist á við það að Ísfélagið eigi rúm 13 prósent í Árvakri, auk þess að stjórnarmaður þar, Sigurbjörn Magnússon, á 12,4 prósent í gegnum sitt félag. „Þá er Guðbjörg Matthíasdóttir, einn helsti eigandi Ísfélagins, eigandi að 16,5% hlut í Árvakri. Þannig eiga Ísfélagið og tengdir aðilar minnst 42,3 prósent í félaginu,“ segir í Stundinni en þar er því haldið til haga að nýir eigendur Morgunblaðsins hafi árið 2009 skipað Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra ásamt Haraldi Johannessen. Alla þessa ólgu, valdabaráttu, sjá menn svo kristallast í ráðningu Sindra sem er óreyndur á þessu sviði og eiginmaður oddvita Sjálfstæðisflokksins sem lengi var hægri hönd Elliða Vignissonar. Sá hraktist einmitt upp á land í kjölfar kosninganna, situr nú í Ölfusi og hugsar sitt, eins og einn viðmælandi Vísis orðaði það. Sá telur það augljóslega skref niður á við að vera á fastalandinu en ekki úti í Vestmannaeyjum, þar sem fjörið er.
Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira