Styttist í Íslandsheimsókn Pence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. september 2019 19:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45