Engin leið að keppa við ON Ari Brynjólfsson skrifar 3. september 2019 06:00 ON kaupir hleðslustöðvar og setur upp víða um land. Fréttablaðið/Valli „Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
„Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira