Engin leið að keppa við ON Ari Brynjólfsson skrifar 3. september 2019 06:00 ON kaupir hleðslustöðvar og setur upp víða um land. Fréttablaðið/Valli „Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira