Táningur tvíbrotinn eftir að dekk var losað af hjólinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Þórunn Lárusdóttir leikkona biður foreldra að ræða alvarleika málsins við börnin sín. Aðsend/FBL/Anton Brink Þrettán ára sonur Þórunnar Lárusdóttur leikkonu tvíbrotnaði á handlegg eftir að dekkið var losað af hjólinu hans á fimmtudag. Drengurinn var á ferð þegar afturhjólið datt skyndilega af með þeim afleiðingum að hann féll aftur á bak og lenti á handleggnum. Þegar að var gáð kom í ljós að átt hafði verið við skrúfurnar á hjólinu. „Þetta er bara alveg hræðilegt,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. „Mér skilst að þetta sé frekar algengur grikkur hjá unglingum.“ Hún biðlar til annarra foreldra um að ræða alvarleika slíkra hrekkja við börnin sín. „Ég er alveg sannfærð um það að krakkarnir sem að gerðu þetta höfðu ekkert illt í huga.“Beið í tvo daga eftir aðgerð Foreldrar drengsins telja að átt hafi verið við hjólið á meðan hann var í skólanum eða þegar hann var í fermingarfræðslu eftir skólatíma. Hann var svo að hjóla á skólalóðinni ásamt vinum sínum þegar slysið varð. „Aftara hjólið dettur af þannig að hann dettur aftur fyrir sig en hann man eiginlega ekki nákvæmlega hvernig það gerðist. Hann dettur mjög illa og höndin tekur allt fallið og sem betur fer er hægt að laga það.“ Þórunn þakkar fyrir að drengurinn var með hjólreiðahjálm og að ekki fór verr. „Þau fara bæði alveg í sundur beinin svo við fórum beint með hann upp á bráðamóttöku. Við þurftum að dvelja á Barnaspítalanum í tvo daga að bíða eftir aðgerð því það var svo mikið að gera. Honum voru gefin mjög mikið af verkjalyfjum náttúrulega og hann var mjög þjáður litla greyið.“ Hún segir að það hafi hjálpað mjög mikið að reynt var að rétta beinin aðeins og setja gifs á handlegginn á meðan hann beið eftir aðgerðinni. „Þurfti því eðli málsins samkvæmt að dæla í hann morfíni og þess háttar til að sársaukinn bæri hann ekki ofurliði.“ Hann þurfti að þjást fram á laugardag þegar hann komst í aðgerðina. „Það var erfitt að bíða eftir aðgerðinni en ástandið er ekki gott greinilega á spítölunum eins og kannski margir vita. Það þarf að forgangsraða og það voru börn sem að fóru fram fyrir. Börn eru yfirleitt í forgangi en það var mikið að gera og lítið af fólki.“ Þórunn segir að hann hafi þurft að fasta mikið af þessum biðtíma þar sem ekki var vitað hvenær hann kæmist að í aðgerð.Drengurinn beið í tvo daga á Barnaspítalanum eftir aðgerð.Mynd/Þórunn LárusdóttirGetur farið virkilega illa „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Aðalmálið og ástæða þess að ég vek athygli á þessu er að mér er einhvern vegin skylt að fá foreldra til að taka umræðuna við börnin sín.“ Sonur Þórunnar þarf að vera fjórar vikur í gifsi og verður svo eitthvað lengur með pinnann í hendinni. „Það er enginn stuðningur af því að það fóru bæði beinin. Svo þarf hann að fara aftur í aðgerð til þess að taka pinnann úr. Þetta setur allt úr skorðum. Það er að byrja allt starf í skólum. Hann æfir box í Fjölni og það fer allt á hold og hann getur ekki farið í íþróttir í skólanum eða neitt svoleiðis. En eins og ég segi, aðalmálið var að vekja athygli á þessu, ekki að velta okkur upp úr einhverju drama hér. Málið er að svona getur farið virkilega illa. Svo ég tali nú ekki um að ef að krakkar eru að hjóla hjálmlausir og eitthvað gerist.“Skólayfirvöld skoða málið Þórunn er sannfærð um að börn sem losi skrúfur af hjólum geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Hún biðlar því til unglinga, foreldra, kennara og allra þeirra sem gætu mögulega haft áhrif, að ræða þetta. „Það er um að gera að brýna fyrir krökkum að athuga með hjólið sitt áður en farið er af stað og líka náttúrulega það að gera ekki svona.“ Fjölskyldan lét skólayfirvöld í Vogaskóla vita svo hægt væri að reyna að koma í veg fyrir að þetta komi upp aftur. Eftir atvikið hefur Þórunn heyrt fleiri svipuð dæmi. „Það var ein sem sagði að sonur hennar hefði lent í þessu. Það var búið að skrúfa framhjólið af þannig að hann rúllar fram af. Það munaði engu að miltað hefði sprungið. Þetta er bara hræðilegt.“ Þórunn segir að fyrst þegar henni var sagt frá því að átt hafi verið við hjólið hafi hún hrist hausinn og ekki trúað því að einhver myndi gera slíkt. „Svo fórum við að skoða hjólið og þetta er bara það sem var gert, þetta var það sem gerðist. Það var búið að skrúfa dekkið af.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þrettán ára sonur Þórunnar Lárusdóttur leikkonu tvíbrotnaði á handlegg eftir að dekkið var losað af hjólinu hans á fimmtudag. Drengurinn var á ferð þegar afturhjólið datt skyndilega af með þeim afleiðingum að hann féll aftur á bak og lenti á handleggnum. Þegar að var gáð kom í ljós að átt hafði verið við skrúfurnar á hjólinu. „Þetta er bara alveg hræðilegt,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. „Mér skilst að þetta sé frekar algengur grikkur hjá unglingum.“ Hún biðlar til annarra foreldra um að ræða alvarleika slíkra hrekkja við börnin sín. „Ég er alveg sannfærð um það að krakkarnir sem að gerðu þetta höfðu ekkert illt í huga.“Beið í tvo daga eftir aðgerð Foreldrar drengsins telja að átt hafi verið við hjólið á meðan hann var í skólanum eða þegar hann var í fermingarfræðslu eftir skólatíma. Hann var svo að hjóla á skólalóðinni ásamt vinum sínum þegar slysið varð. „Aftara hjólið dettur af þannig að hann dettur aftur fyrir sig en hann man eiginlega ekki nákvæmlega hvernig það gerðist. Hann dettur mjög illa og höndin tekur allt fallið og sem betur fer er hægt að laga það.“ Þórunn þakkar fyrir að drengurinn var með hjólreiðahjálm og að ekki fór verr. „Þau fara bæði alveg í sundur beinin svo við fórum beint með hann upp á bráðamóttöku. Við þurftum að dvelja á Barnaspítalanum í tvo daga að bíða eftir aðgerð því það var svo mikið að gera. Honum voru gefin mjög mikið af verkjalyfjum náttúrulega og hann var mjög þjáður litla greyið.“ Hún segir að það hafi hjálpað mjög mikið að reynt var að rétta beinin aðeins og setja gifs á handlegginn á meðan hann beið eftir aðgerðinni. „Þurfti því eðli málsins samkvæmt að dæla í hann morfíni og þess háttar til að sársaukinn bæri hann ekki ofurliði.“ Hann þurfti að þjást fram á laugardag þegar hann komst í aðgerðina. „Það var erfitt að bíða eftir aðgerðinni en ástandið er ekki gott greinilega á spítölunum eins og kannski margir vita. Það þarf að forgangsraða og það voru börn sem að fóru fram fyrir. Börn eru yfirleitt í forgangi en það var mikið að gera og lítið af fólki.“ Þórunn segir að hann hafi þurft að fasta mikið af þessum biðtíma þar sem ekki var vitað hvenær hann kæmist að í aðgerð.Drengurinn beið í tvo daga á Barnaspítalanum eftir aðgerð.Mynd/Þórunn LárusdóttirGetur farið virkilega illa „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Aðalmálið og ástæða þess að ég vek athygli á þessu er að mér er einhvern vegin skylt að fá foreldra til að taka umræðuna við börnin sín.“ Sonur Þórunnar þarf að vera fjórar vikur í gifsi og verður svo eitthvað lengur með pinnann í hendinni. „Það er enginn stuðningur af því að það fóru bæði beinin. Svo þarf hann að fara aftur í aðgerð til þess að taka pinnann úr. Þetta setur allt úr skorðum. Það er að byrja allt starf í skólum. Hann æfir box í Fjölni og það fer allt á hold og hann getur ekki farið í íþróttir í skólanum eða neitt svoleiðis. En eins og ég segi, aðalmálið var að vekja athygli á þessu, ekki að velta okkur upp úr einhverju drama hér. Málið er að svona getur farið virkilega illa. Svo ég tali nú ekki um að ef að krakkar eru að hjóla hjálmlausir og eitthvað gerist.“Skólayfirvöld skoða málið Þórunn er sannfærð um að börn sem losi skrúfur af hjólum geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Hún biðlar því til unglinga, foreldra, kennara og allra þeirra sem gætu mögulega haft áhrif, að ræða þetta. „Það er um að gera að brýna fyrir krökkum að athuga með hjólið sitt áður en farið er af stað og líka náttúrulega það að gera ekki svona.“ Fjölskyldan lét skólayfirvöld í Vogaskóla vita svo hægt væri að reyna að koma í veg fyrir að þetta komi upp aftur. Eftir atvikið hefur Þórunn heyrt fleiri svipuð dæmi. „Það var ein sem sagði að sonur hennar hefði lent í þessu. Það var búið að skrúfa framhjólið af þannig að hann rúllar fram af. Það munaði engu að miltað hefði sprungið. Þetta er bara hræðilegt.“ Þórunn segir að fyrst þegar henni var sagt frá því að átt hafi verið við hjólið hafi hún hrist hausinn og ekki trúað því að einhver myndi gera slíkt. „Svo fórum við að skoða hjólið og þetta er bara það sem var gert, þetta var það sem gerðist. Það var búið að skrúfa dekkið af.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira