Búist við miklum umferðartöfum vegna komu varaforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 17:40 Heimsókn Mike Pence mun hafa mikil áhrif á umferð í höfuðborginni á morgun, sérstaklega í kringum Höfða. Vísir/Vilhelm Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47
Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23
Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47