Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 08:00 Um 70 þúsund konur og börn eru í al-Hol. EPA/Ahmed Mardnli Þó Íslamska ríkið hafi tapað yfirráðasvæðinu sínu lifir Kalífadæmið áfram meðal kvenna ISIS. Um það bil 20 þúsund konum, sem voru og eru meðlimir hryðjuverkasamtakanna, og 50 þúsund börnum er haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands við verulega slæmar aðstæður og halda þær lögum og reglum Kalífadæmisins lifandi með ofbeldi og hótunum. Washington Post sagði nýverið frá 14 ára stúlku sem lést í búðunum. Móðir hennar, frá Aserbaísjan, sagði hjálparstarfsmönnum að stúlkan hefði runnið til og dottið. Það hefði ekkert verið hægt að gera.Á líki hennar fundust þó vísbendingar um að hún hefði verið barin og myrt. Til dæmis höfðu þrjú bein í hálsi hennar verið brotin. Í ljós hefur komið að stúlkan hafði stungið upp á því að hún myndi hætta að bera andlitsslæðu (niqab) sem konum var skilyrt að bera í Kalífadæmi Íslamska ríkisins. Slæða þessi hylur nánast allt andlit kvenna. Fyrir vikið var hún myrt af öðrum konum sem aðhyllast enn gildi ISIS og eru sagðar stjórna búðunum. Heimildarmenn WP segja barsmíðar og annars konar ofbeldi algengt og til dæmis hafi ólétt kona frá Indónesíu verið myrt eftir að hún ræddi við vestrænan fjölmiðil og virtist sem að þar að auki hafi hún verið húðstrýkt. Innri endurskoðandi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf út skýrslu í síðasta mánuði þar sem varað var við því að lítið væri verið að gera til að sporna gegn dreifingu áróðurs ISIS-liða í búðunum, þar sem tugir þúsunda barna verða fyrir boðskapnum.Hjálparstarfsmenn, rannsakendur og bandarískir embættismenn segja allt stefna í hörmungar í al-Hol búðunum. Meðal íbúa búðanna eru konur frá Írak, sem óttast að fara heim þar sem ISIS-liðar hafa verið teknir af lífi í massavís og oftar en ekki eftir stutt réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldÞá eru um tíu þúsund konur frá minnst 50 öðrum ríkjum í búðunum en heimalönd þeirra vilja ekki fá þær heim, í flestum tilfellum. Kúrdar og Bandaríkin hafa kallað eftir því að tekið verði á móti þessum konum og erlendum karlkyns ISIS-liðum þar sem Kúrdar hafi ekki burði til að halda þeim til langs tíma.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið í skyn að ISIS-liðar verði einfaldlega sendir til síns heima, án aðkomu yfirvalda þeirra ríkja.Aðstæður í búðunum eru þó vægast sagt slæmar. Blaðamenn New York Times ræddu nýverið við hjálparstarfsmenn og aðra í búðunum sem lýstu því hvernig sjúkdómar og hungur herjar á íbúana. Tjöldin sem þau búa í eru nístingsköld á veturna og sjóðandi heit á sumrin. Vatnið í búðunum er smitað af E. coli og sögðust hjálparstarfsmenn hafa séð börn drekka vatn úr tanki þar sem ormar komu úr stútnum.306 ung börn dáin á nokkrum mánuðum Human Rights Watch gaf út skýrslu í sumar þar sem segir að börn séu að deyja úr sjúkdómum og vannæringu og kölluðu mannréttindasamtökin eftir því að heimaríki erlendra íbúa búðanna tækju á móti þeim. Frá desember og fram til ágúst er vitað til þess að 306 börn undir fimm ára hafi dáið í al-Hol.„Þetta er hringrás ofbeldis,“ sagði Sara Kayyali, einn rannsakenda HRW, við New York Times. Hún sagði fólkið í al-Hol í raun eiga engra kosta völ en að snúa sér aftur að boðskap og hugmyndafræði Íslamska ríkisins. Umræddar búðir eru varðar af um 400 hermönnum Kúrda, sem studdir eru af Bandaríkjunum, og hafa nokkrir þeirra verið stungnir af konum ISIS. Embættismenn Kúrda segjast geta varið búðirnar og haldið konunum þar föngnum en segjast ekki hafa burði til að gera mikið meira en það. „Við getum haldið konunum en við getum ekki stýrt hugmyndafræði þeirra,“ sagði einn embættismaður Kúrda við Washington Post. „Það eru margar tegundir fólks þarna, en sumar konurnar voru prinsessur innan ISIS. Í búðunum eru svæði sem eru í raun skólar þeirra.“ „Þessi börn þurfa hjálp. Maður sér það á þeim. Hvernig komum við í veg fyrir að þau verði að foreldrum sínum?“ Bandaríkin Írak Sýrland Tengdar fréttir Vilja alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum Sýrlenskir Kúrdar hafa ekki burði til að halda vígamönnum föngum né rétta yfir þeim. 26. mars 2019 14:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi. 28. maí 2019 12:08 Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama.“ 12. október 2018 13:54 Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. 29. mars 2019 16:30 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þó Íslamska ríkið hafi tapað yfirráðasvæðinu sínu lifir Kalífadæmið áfram meðal kvenna ISIS. Um það bil 20 þúsund konum, sem voru og eru meðlimir hryðjuverkasamtakanna, og 50 þúsund börnum er haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands við verulega slæmar aðstæður og halda þær lögum og reglum Kalífadæmisins lifandi með ofbeldi og hótunum. Washington Post sagði nýverið frá 14 ára stúlku sem lést í búðunum. Móðir hennar, frá Aserbaísjan, sagði hjálparstarfsmönnum að stúlkan hefði runnið til og dottið. Það hefði ekkert verið hægt að gera.Á líki hennar fundust þó vísbendingar um að hún hefði verið barin og myrt. Til dæmis höfðu þrjú bein í hálsi hennar verið brotin. Í ljós hefur komið að stúlkan hafði stungið upp á því að hún myndi hætta að bera andlitsslæðu (niqab) sem konum var skilyrt að bera í Kalífadæmi Íslamska ríkisins. Slæða þessi hylur nánast allt andlit kvenna. Fyrir vikið var hún myrt af öðrum konum sem aðhyllast enn gildi ISIS og eru sagðar stjórna búðunum. Heimildarmenn WP segja barsmíðar og annars konar ofbeldi algengt og til dæmis hafi ólétt kona frá Indónesíu verið myrt eftir að hún ræddi við vestrænan fjölmiðil og virtist sem að þar að auki hafi hún verið húðstrýkt. Innri endurskoðandi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf út skýrslu í síðasta mánuði þar sem varað var við því að lítið væri verið að gera til að sporna gegn dreifingu áróðurs ISIS-liða í búðunum, þar sem tugir þúsunda barna verða fyrir boðskapnum.Hjálparstarfsmenn, rannsakendur og bandarískir embættismenn segja allt stefna í hörmungar í al-Hol búðunum. Meðal íbúa búðanna eru konur frá Írak, sem óttast að fara heim þar sem ISIS-liðar hafa verið teknir af lífi í massavís og oftar en ekki eftir stutt réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldÞá eru um tíu þúsund konur frá minnst 50 öðrum ríkjum í búðunum en heimalönd þeirra vilja ekki fá þær heim, í flestum tilfellum. Kúrdar og Bandaríkin hafa kallað eftir því að tekið verði á móti þessum konum og erlendum karlkyns ISIS-liðum þar sem Kúrdar hafi ekki burði til að halda þeim til langs tíma.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið í skyn að ISIS-liðar verði einfaldlega sendir til síns heima, án aðkomu yfirvalda þeirra ríkja.Aðstæður í búðunum eru þó vægast sagt slæmar. Blaðamenn New York Times ræddu nýverið við hjálparstarfsmenn og aðra í búðunum sem lýstu því hvernig sjúkdómar og hungur herjar á íbúana. Tjöldin sem þau búa í eru nístingsköld á veturna og sjóðandi heit á sumrin. Vatnið í búðunum er smitað af E. coli og sögðust hjálparstarfsmenn hafa séð börn drekka vatn úr tanki þar sem ormar komu úr stútnum.306 ung börn dáin á nokkrum mánuðum Human Rights Watch gaf út skýrslu í sumar þar sem segir að börn séu að deyja úr sjúkdómum og vannæringu og kölluðu mannréttindasamtökin eftir því að heimaríki erlendra íbúa búðanna tækju á móti þeim. Frá desember og fram til ágúst er vitað til þess að 306 börn undir fimm ára hafi dáið í al-Hol.„Þetta er hringrás ofbeldis,“ sagði Sara Kayyali, einn rannsakenda HRW, við New York Times. Hún sagði fólkið í al-Hol í raun eiga engra kosta völ en að snúa sér aftur að boðskap og hugmyndafræði Íslamska ríkisins. Umræddar búðir eru varðar af um 400 hermönnum Kúrda, sem studdir eru af Bandaríkjunum, og hafa nokkrir þeirra verið stungnir af konum ISIS. Embættismenn Kúrda segjast geta varið búðirnar og haldið konunum þar föngnum en segjast ekki hafa burði til að gera mikið meira en það. „Við getum haldið konunum en við getum ekki stýrt hugmyndafræði þeirra,“ sagði einn embættismaður Kúrda við Washington Post. „Það eru margar tegundir fólks þarna, en sumar konurnar voru prinsessur innan ISIS. Í búðunum eru svæði sem eru í raun skólar þeirra.“ „Þessi börn þurfa hjálp. Maður sér það á þeim. Hvernig komum við í veg fyrir að þau verði að foreldrum sínum?“
Bandaríkin Írak Sýrland Tengdar fréttir Vilja alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum Sýrlenskir Kúrdar hafa ekki burði til að halda vígamönnum föngum né rétta yfir þeim. 26. mars 2019 14:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi. 28. maí 2019 12:08 Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama.“ 12. október 2018 13:54 Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. 29. mars 2019 16:30 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Vilja alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum Sýrlenskir Kúrdar hafa ekki burði til að halda vígamönnum föngum né rétta yfir þeim. 26. mars 2019 14:45
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30
Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi. 28. maí 2019 12:08
Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama.“ 12. október 2018 13:54
Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. 29. mars 2019 16:30
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29
„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54