Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 15:30 Írakski herinn og vopnaðar sveitir sjíta hafa handsamað hundruð erlendra vígamanna ISIS. Vísir/AFP Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira