Búist við þungri umferð síðdegis í dag: „Biðjum fólk um að sýna því skilning“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 12:15 Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. Fréttablaðið/Anton Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31