Mótmælendur handteknir við Höfða Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 13:46 Mikil öryggisgæsla er við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar. Vísir/Vilhelm Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09