Þrjú fíkniefni í blóðinu og eitt í þvaginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 11:12 Lögreglan á Suðurnesjum hafði margvísleg afskipti af manninum í fyrrasumar. Vísir/GVA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Manninum, sem fæddur er árið 1998, er gefið að sök að hafa þrívegis ekið bíl undir áhrifum margvíslegra vímuefna. Í ákæru á hendur manninum er hann sagður hafa fyrst verið sviptur ökuréttindum í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekið undir áhrifum tveggja vímuefna, amfetamíns og kannabis, á Njarðarbraut í Reykjanesbraut. Hann hafi, ástands síns vegna, ekki verið „fær um að stjórna bifreiðinni örugglega,“ eins og það er orðað í ákærunni. Akstur mannsins var aftur stöðvaður um þremur vikum síðar, þegar hann ók um Reykjanesbæ. Þá eiga að hafa fundist í blóði mannsins leyfar af amfetamíni, metamfetamíni og kannabis, auk þess sem í þvagi hans á að hafa fundist MDMA. Aukinheldur er hann sagður hafa haft 0,21 gramm af marijúana í fórum sínum. Rúmum tveimur vikum síðar komst hann aftur í kast við lögin, þá með 1,87 grömm af maríjúana í fórum sínum. Því á hann að hafa framvísað þegar lögregla hafði afskipti af honum sem farþega í bíl. Maðurinn var svo tvívegis stöðvaður af lögreglu í júlímánuði vegna gruns um að hann æki bifreið sinni réttindalaus og undir áhrifum vímuefna. Í fyrra skiptið á að hafa fundist amfetamín, metamfetamín og kannabis í blóði hans og í því síðara eru sagðar hafa fundist leyfar af kannabis í blóði hans og amfetamín í þvagi. Aukinheldur eiga lögreglumenn að hafa fundið 0,43 grömm af marijúana í buxnavasa hans þegar maðurinn var á göngu um Reykjanesbæ í september. Málið gegn manninum verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Manninum, sem fæddur er árið 1998, er gefið að sök að hafa þrívegis ekið bíl undir áhrifum margvíslegra vímuefna. Í ákæru á hendur manninum er hann sagður hafa fyrst verið sviptur ökuréttindum í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekið undir áhrifum tveggja vímuefna, amfetamíns og kannabis, á Njarðarbraut í Reykjanesbraut. Hann hafi, ástands síns vegna, ekki verið „fær um að stjórna bifreiðinni örugglega,“ eins og það er orðað í ákærunni. Akstur mannsins var aftur stöðvaður um þremur vikum síðar, þegar hann ók um Reykjanesbæ. Þá eiga að hafa fundist í blóði mannsins leyfar af amfetamíni, metamfetamíni og kannabis, auk þess sem í þvagi hans á að hafa fundist MDMA. Aukinheldur er hann sagður hafa haft 0,21 gramm af marijúana í fórum sínum. Rúmum tveimur vikum síðar komst hann aftur í kast við lögin, þá með 1,87 grömm af maríjúana í fórum sínum. Því á hann að hafa framvísað þegar lögregla hafði afskipti af honum sem farþega í bíl. Maðurinn var svo tvívegis stöðvaður af lögreglu í júlímánuði vegna gruns um að hann æki bifreið sinni réttindalaus og undir áhrifum vímuefna. Í fyrra skiptið á að hafa fundist amfetamín, metamfetamín og kannabis í blóði hans og í því síðara eru sagðar hafa fundist leyfar af kannabis í blóði hans og amfetamín í þvagi. Aukinheldur eiga lögreglumenn að hafa fundið 0,43 grömm af marijúana í buxnavasa hans þegar maðurinn var á göngu um Reykjanesbæ í september. Málið gegn manninum verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira