Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 20:19 Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Vísir/Hörður Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. Tilkynnt var í dag að sú fyrrnefnda myndi taka við embættinu á morgun. Þá sé mögulegt að eitthvað ósætti ríki um valið innan þingflokksins. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Páll Magnússon.Sjá einnig: Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Rætt var við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Bjarni hafi valið Áslaugu í embætti dómsmálaráðherra. „Þetta var akkúrat það sem ég bjóst við. En auðvitað var ég ekki með neinar upplýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. En mér fannst það blasa við, eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali núna fyrir einhverjum dögum síðan að það kæmi ekki til greina að leita eftir nýjum ráðherra utan þingflokksins,“ sagði Stefanía. „Þá eru í mínum huga fáir kostir aðrir en að hann myndi annað hvort velja á milli Áslaugar Örnu eða Sigríðar Andersen og það helgast af því að það hefur verið mikil pressa mjög lengi innan Sjálfstæðisflokksins og annars staðar að gera konur í flokknum sýnilegar.“Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku.Vísir/VilhelmÍ því samhengi benti Stefanía á að Sjálfstæðiskonur væru fáar á þingi, eða fjórar. „Svo má heldur ekki gleyma því að Áslaug Arna virðist hafa áunnið sér mikið traust hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, hjá Bjarna, og Þórdísi Kolbrúnu ekki síður.“ Þá taldi Stefanía framgöngu Áslaugar Örnu í orkupakkamálinu, þar sem hún var einn helsti talsmaður innleiðingar þriðja orkupakkans, hafa haft sitt að segja við val Bjarna. Enn fremur hafi uppgangur ungra sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi flokksins mögulega spilað þar inn í. „Þannig að það er svona eitt sjónarmið, […] að tryggja það að ungt fólk sé sýnilegt og taki að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Hitt sjónarmiðið sem ég held að hafi hjálpað henni mjög mikið er það hreinlega að Bjarni hafi ákveðið að veðja á hana, líkt og hann veðjaði á Þórdísi Kolbrúnu sem er líka mjög ung kona.“ Stefanía sagði að það væri jafnframt fyrirsjáanlegt að einhverjir efist um val Bjarna og bendi á ungan aldur Áslaugar Örnu. Þá gæti einnig verið að eitthvað ósætt kynni að ríkja um málið innan þingflokksins, einkum meðal þeirra sem einnig voru nefndir sem mögulegir arftakar Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf þannig. Menn þurfa alltaf að kyngja. Meðal annars get ég bent á Harald Benediktsson sem er ofar en Þórdís Kolbrún á listanum í sínu kjördæmi. Hann vék til hliðar getum við sagt til að Þórdís gæti orðið ráðherra. Að sama skapi má segja að til að mynda menn eins og Páll Magnússon sem hefur gert kröfu um ráðherraembætti að hann, eins og aðrir karlar í þingflokknum, þeir hafa þurft að sætta sig við þetta sjónarmið að það verði að lyfta aðeins konum upp.“Viðtalið við Stefaníu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 3:55. Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. Tilkynnt var í dag að sú fyrrnefnda myndi taka við embættinu á morgun. Þá sé mögulegt að eitthvað ósætti ríki um valið innan þingflokksins. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Páll Magnússon.Sjá einnig: Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Rætt var við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Bjarni hafi valið Áslaugu í embætti dómsmálaráðherra. „Þetta var akkúrat það sem ég bjóst við. En auðvitað var ég ekki með neinar upplýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. En mér fannst það blasa við, eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali núna fyrir einhverjum dögum síðan að það kæmi ekki til greina að leita eftir nýjum ráðherra utan þingflokksins,“ sagði Stefanía. „Þá eru í mínum huga fáir kostir aðrir en að hann myndi annað hvort velja á milli Áslaugar Örnu eða Sigríðar Andersen og það helgast af því að það hefur verið mikil pressa mjög lengi innan Sjálfstæðisflokksins og annars staðar að gera konur í flokknum sýnilegar.“Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku.Vísir/VilhelmÍ því samhengi benti Stefanía á að Sjálfstæðiskonur væru fáar á þingi, eða fjórar. „Svo má heldur ekki gleyma því að Áslaug Arna virðist hafa áunnið sér mikið traust hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, hjá Bjarna, og Þórdísi Kolbrúnu ekki síður.“ Þá taldi Stefanía framgöngu Áslaugar Örnu í orkupakkamálinu, þar sem hún var einn helsti talsmaður innleiðingar þriðja orkupakkans, hafa haft sitt að segja við val Bjarna. Enn fremur hafi uppgangur ungra sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi flokksins mögulega spilað þar inn í. „Þannig að það er svona eitt sjónarmið, […] að tryggja það að ungt fólk sé sýnilegt og taki að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Hitt sjónarmiðið sem ég held að hafi hjálpað henni mjög mikið er það hreinlega að Bjarni hafi ákveðið að veðja á hana, líkt og hann veðjaði á Þórdísi Kolbrúnu sem er líka mjög ung kona.“ Stefanía sagði að það væri jafnframt fyrirsjáanlegt að einhverjir efist um val Bjarna og bendi á ungan aldur Áslaugar Örnu. Þá gæti einnig verið að eitthvað ósætt kynni að ríkja um málið innan þingflokksins, einkum meðal þeirra sem einnig voru nefndir sem mögulegir arftakar Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf þannig. Menn þurfa alltaf að kyngja. Meðal annars get ég bent á Harald Benediktsson sem er ofar en Þórdís Kolbrún á listanum í sínu kjördæmi. Hann vék til hliðar getum við sagt til að Þórdís gæti orðið ráðherra. Að sama skapi má segja að til að mynda menn eins og Páll Magnússon sem hefur gert kröfu um ráðherraembætti að hann, eins og aðrir karlar í þingflokknum, þeir hafa þurft að sætta sig við þetta sjónarmið að það verði að lyfta aðeins konum upp.“Viðtalið við Stefaníu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 3:55.
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26