Dagbjartur kemur að endurreisn samfélags á Bahamaeyjum Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. september 2019 09:00 Dagbjartur mætti til Bahamaeyja á miðvikudag þar sem hann sinnir samhæfingarstörfum fyrir NetHope. Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon Espinosa „Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum. Dagbjartur er staddur á Nassau eyju sem er ein fjölmargra eyja Bahamaeyjaklasans. Hann er staddur þar til að sinna björgunarstörfum en fellibylurinn Dorian hefur leikið eyjaskeggja grátt síðustu daga. Minnst fjörutíu og þrír eru látnir eftir Dorian á Bahamaeyjum en óttast er að talan muni hækka til muna. Fellibylurinn hefur nú riðið yfir og hefur fært sig upp austurströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi eyðileggingu, þótt að hann hafi hjaðnað töluvert síðustu vikuna. Leifarnar af fellibylnum munu ná til Íslands á þriðjudag og bera með sér vætu og vinda. Dagbjartur lagði af stað til Bahamaeyja á þriðjudaginn var og kom til eyjanna snemma á miðvikudagsmorgunn. Hann er þar á vegum samtakanna NetHope en samtökin aðstoða góðgerðafélög með tæknimál og tækniþróun. Dagbjartur segir ástandið verst á Abaco eyjaklasanum, sem er nyrst á Bahamaeyjum, en þar er stór hluti húsa ónýtur. Þar sé ekkert ferskvatn þar sem allt vatn er fengið úr brunnum og fjögurra metra há flóðbylgja hafi skollið á eyjarnar og fyllt brunna af sjó. Land sé flatt og því hafi ekkert staðið í vegi fyrir flóðöldunni. „Allt símkerfi og netkerfi er farið. Það er einn farsímasendir sem komst í samband þegar tókst að gera við sæstrenginn inn til eyjunnar. Það er samt ekki nákvæmlega vitað hver staðan er á því núna vegna loftneta,“ segir Dagbjartur. Þá sé verið að vinna í því að koma viðgerðarteymi til eyjunnar.Eyjarnar á kafi Ástandið á Grand Bahama eyjunni er ekki alveg jafn slæmt. Þar er enn helmingur farsímasenda uppi eftir að samband náðist við eyjunnar. Ástandið er verst á vestri- og eystri hluta eyjunnar en þeir hlutar fóru nánast alveg á kaf og eru enn að miklum hluta á kafi. „Jörðin er alveg mettuð af vökva þannig að eina leiðin fyrir vökvan að hverfa er að gufa upp og það tekur sinn tíma.“ Nassau eyja er að mestum hluta komin aftur í eðlilegt horf og fer öll samhæfing viðbragðsaðila fram þar. Ríkisstjórn og almannavarnir starfa frá Nassau eyju og er Dagbjartur þess vegna þar.Bahamaeyjamenn fá matargjafir eftir að Dorian fellibylurinn felldi stóran hluta heimila á eyjunum.ap/Joe CavarettaDagbjartur nýtir þar reynslu sína við samhæfingu viðbragðsaðila en hann hefur verið í Slysavarnafélaginu Landsbjörg í rúm 30 ár og starfað með NetHope í rúm fimm ár. Á þeirra vegum hefur hann farið í margs konar verkefni, til dæmis verkefnum tengdum sýrlenskum flóttamönnum í Evrópu, venesúelskum flóttamönnum í Kólumbíu, farið til Mósambík eftir að fellibylur reið þar yfir og fleiri verkefni. Dagbjartur hefur verið aðgerðastjórnandi í Landsbjörg í hátt í tuttugu ár sem nýtist honum gríðarlega vel. Þá starfaði hann sem skólastjórnandi björgunarskólans í nokkur ár og var einnig einn stjórnenda íslensku alþjóðasveitarinnar. Teymi á vegum NetHope er á Abaco eyjum sem er að koma á sambandi við gervihnött svo hægt sé að koma sambandi á samhæfingarstöðina og höfnina og flugvöllinn. Þá verður hægt að stýra þeim björgum sem eru að koma á eyjarnar.Gríðarleg eyðilegging er á svæðinu.Getty/Jose JimenezDagbjartur er að sinna samhæfingu hjá NetHope samtökunum við almannavarnir Bahamaeyja. NetHope mun setja upp yfir þrjátíu kerfi á Grand Bahama, Nassau og Abaco eyjum til að koma net- og símasambandi á svæðin. Þá eru samtökin einnig að styðja við fjöldahjálparstöðvar með því að koma upp netkerfi og fleiru. Það getur verið mjög mikilvægt en það auðveldar störf hjálparsveita umtalsvert, til dæmis við mannskráningu og að koma þeim í samband við samhæfingarstöðvar.Ekki eini Íslendingurinn við björgunarstörf á Bahamaeyjum „Beint frá NetHope erum við þrír núna. Við erum líka með samstarfsaðila okkar hérna með okkur. Við erum með mannskap frá CISCO og vinnum mjög náið með Emergency Telecom Cluster sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna og erum með sameiginlegt teymi í Abaco með þeim,“ segir Dagbjartur.Hermaður talar við fólk áður en það er ferjað yfir til Nassau eyju frá Abaco, sem er verst farin eftir fellibylinn.ap/Fernando LlanoAnnar Íslendingur er að vinna á Bahamaeyjum á vegum NetHope, Ingólfur Haraldsson, en þeir eru báðir aðgerðastjórnendur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Dagbjartur segir gríðarlega erfiðar aðstæður á Bahamaeyjum, lítið samband milli eyja og viðbragðsaðila í raun starfa í blindni. Það sé því gríðarlega gott og mikilvægt starf í gangi þar. „Þetta eru langir dagar, menn vinna hérna myrkranna á milli og það skiptir ekki máli hvort það sé laugardagur eða sunnudagur. Menn byrjar hérna klukkan sex á morgnanna og vinna fram yfir miðnætti,“ segir hann. Allir sem eru komnir til eyjanna séu tilbúnir til að leggja allt sitt að mörkum. Hjálparfólk kemur alls staðar að og mikill fjöldi hjálparfólks sé komið til eyjanna til að leggja sitt að mörkum. „Allir bara bretta upp ermar og eru til í að gera það sem þarf að gera og það er gaman að sjá það þegar samfélag kemur saman til að styðja við hvorn annan.“ Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42 Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins. 7. september 2019 15:59 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon Espinosa „Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum. Dagbjartur er staddur á Nassau eyju sem er ein fjölmargra eyja Bahamaeyjaklasans. Hann er staddur þar til að sinna björgunarstörfum en fellibylurinn Dorian hefur leikið eyjaskeggja grátt síðustu daga. Minnst fjörutíu og þrír eru látnir eftir Dorian á Bahamaeyjum en óttast er að talan muni hækka til muna. Fellibylurinn hefur nú riðið yfir og hefur fært sig upp austurströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi eyðileggingu, þótt að hann hafi hjaðnað töluvert síðustu vikuna. Leifarnar af fellibylnum munu ná til Íslands á þriðjudag og bera með sér vætu og vinda. Dagbjartur lagði af stað til Bahamaeyja á þriðjudaginn var og kom til eyjanna snemma á miðvikudagsmorgunn. Hann er þar á vegum samtakanna NetHope en samtökin aðstoða góðgerðafélög með tæknimál og tækniþróun. Dagbjartur segir ástandið verst á Abaco eyjaklasanum, sem er nyrst á Bahamaeyjum, en þar er stór hluti húsa ónýtur. Þar sé ekkert ferskvatn þar sem allt vatn er fengið úr brunnum og fjögurra metra há flóðbylgja hafi skollið á eyjarnar og fyllt brunna af sjó. Land sé flatt og því hafi ekkert staðið í vegi fyrir flóðöldunni. „Allt símkerfi og netkerfi er farið. Það er einn farsímasendir sem komst í samband þegar tókst að gera við sæstrenginn inn til eyjunnar. Það er samt ekki nákvæmlega vitað hver staðan er á því núna vegna loftneta,“ segir Dagbjartur. Þá sé verið að vinna í því að koma viðgerðarteymi til eyjunnar.Eyjarnar á kafi Ástandið á Grand Bahama eyjunni er ekki alveg jafn slæmt. Þar er enn helmingur farsímasenda uppi eftir að samband náðist við eyjunnar. Ástandið er verst á vestri- og eystri hluta eyjunnar en þeir hlutar fóru nánast alveg á kaf og eru enn að miklum hluta á kafi. „Jörðin er alveg mettuð af vökva þannig að eina leiðin fyrir vökvan að hverfa er að gufa upp og það tekur sinn tíma.“ Nassau eyja er að mestum hluta komin aftur í eðlilegt horf og fer öll samhæfing viðbragðsaðila fram þar. Ríkisstjórn og almannavarnir starfa frá Nassau eyju og er Dagbjartur þess vegna þar.Bahamaeyjamenn fá matargjafir eftir að Dorian fellibylurinn felldi stóran hluta heimila á eyjunum.ap/Joe CavarettaDagbjartur nýtir þar reynslu sína við samhæfingu viðbragðsaðila en hann hefur verið í Slysavarnafélaginu Landsbjörg í rúm 30 ár og starfað með NetHope í rúm fimm ár. Á þeirra vegum hefur hann farið í margs konar verkefni, til dæmis verkefnum tengdum sýrlenskum flóttamönnum í Evrópu, venesúelskum flóttamönnum í Kólumbíu, farið til Mósambík eftir að fellibylur reið þar yfir og fleiri verkefni. Dagbjartur hefur verið aðgerðastjórnandi í Landsbjörg í hátt í tuttugu ár sem nýtist honum gríðarlega vel. Þá starfaði hann sem skólastjórnandi björgunarskólans í nokkur ár og var einnig einn stjórnenda íslensku alþjóðasveitarinnar. Teymi á vegum NetHope er á Abaco eyjum sem er að koma á sambandi við gervihnött svo hægt sé að koma sambandi á samhæfingarstöðina og höfnina og flugvöllinn. Þá verður hægt að stýra þeim björgum sem eru að koma á eyjarnar.Gríðarleg eyðilegging er á svæðinu.Getty/Jose JimenezDagbjartur er að sinna samhæfingu hjá NetHope samtökunum við almannavarnir Bahamaeyja. NetHope mun setja upp yfir þrjátíu kerfi á Grand Bahama, Nassau og Abaco eyjum til að koma net- og símasambandi á svæðin. Þá eru samtökin einnig að styðja við fjöldahjálparstöðvar með því að koma upp netkerfi og fleiru. Það getur verið mjög mikilvægt en það auðveldar störf hjálparsveita umtalsvert, til dæmis við mannskráningu og að koma þeim í samband við samhæfingarstöðvar.Ekki eini Íslendingurinn við björgunarstörf á Bahamaeyjum „Beint frá NetHope erum við þrír núna. Við erum líka með samstarfsaðila okkar hérna með okkur. Við erum með mannskap frá CISCO og vinnum mjög náið með Emergency Telecom Cluster sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna og erum með sameiginlegt teymi í Abaco með þeim,“ segir Dagbjartur.Hermaður talar við fólk áður en það er ferjað yfir til Nassau eyju frá Abaco, sem er verst farin eftir fellibylinn.ap/Fernando LlanoAnnar Íslendingur er að vinna á Bahamaeyjum á vegum NetHope, Ingólfur Haraldsson, en þeir eru báðir aðgerðastjórnendur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Dagbjartur segir gríðarlega erfiðar aðstæður á Bahamaeyjum, lítið samband milli eyja og viðbragðsaðila í raun starfa í blindni. Það sé því gríðarlega gott og mikilvægt starf í gangi þar. „Þetta eru langir dagar, menn vinna hérna myrkranna á milli og það skiptir ekki máli hvort það sé laugardagur eða sunnudagur. Menn byrjar hérna klukkan sex á morgnanna og vinna fram yfir miðnætti,“ segir hann. Allir sem eru komnir til eyjanna séu tilbúnir til að leggja allt sitt að mörkum. Hjálparfólk kemur alls staðar að og mikill fjöldi hjálparfólks sé komið til eyjanna til að leggja sitt að mörkum. „Allir bara bretta upp ermar og eru til í að gera það sem þarf að gera og það er gaman að sjá það þegar samfélag kemur saman til að styðja við hvorn annan.“
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42 Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins. 7. september 2019 15:59 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42
Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins. 7. september 2019 15:59
Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52
Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00