Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 07:15 Menntamálaráðherra hefur einnig boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla. Fréttablaðið/AntonBrink Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent