Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 07:15 Menntamálaráðherra hefur einnig boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla. Fréttablaðið/AntonBrink Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira