Lífið

Scooter, Club Dub og DJ Muscleboy með tónleika í október

Stefán Árni Pálsson skrifar
Scooter heldur tónleika með Club Dub og DH Muscleboy í lok október.
Scooter heldur tónleika með Club Dub og DH Muscleboy í lok október.
Þýsku tæknótröllin í Scooter munu heimsækja landann í þriðja sinni og halda tónleika í Laugardalshöllinni 26. okt næstkomandi í samstarfi við FM957. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Teamworkevent ehf.

Sveitin kom hingað til lands í fyrsta skipti í apríl 2004 í Laugardalshöll hélt vel heppnaða tónleika í pakkfullu húsi. Í tilkynningunni segir að meðlimir sveitarinnar lofi enn kröftugri tónleikum en síðast og eru í miklu stuði og hlakka mikið til að koma aftur og skemmta Íslendingum.

FM957mun vinna náið með Scooter til að gera þessu veislu eftirminnilega á allan hátt, hljóð , ljós og annar búnaður verða í sérflokki ásamt sprengjum, leysigeislum og miklum hamagang.

Scooter verður með gesti með sér sem eru ekki að verri endanum Rikki G mun koma mannskapnum í góðan gír, Club Dub munu hita upp ásamt því að Dj Muscleboy og félagar munu keyra partíið upp áður en sjálfur HP Baxter mætir á svæði.

Bandið mun taka alla sýna hittara og eru þar á meðal  Hyper Hyper, Move Your Ass!, How Much Is The Fish?, Ramp! (The Logical Song), Nessaja, Weekend, Maria (I Like It Loud) and The Question Is What Is the Question?

Miðasala er hafin á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×