Öskrið í skóginum Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2019 08:00 Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun