Styttist í að holan verði að Húsi íslenskunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 14:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brá á leik við undirritunina. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun. Undirritunin fór fram á sjálfu byggingarsvæðinu sem er líklega þekktasta hola landsins. Að lokinni undirritun var boðið upp á stutta leiðsögn um svæðið í fylgd Guðrúnar og nöfnu hennar Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, aðallega fjárhagslegum. Nú stendur til að ljúka verkinu árið 2023.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrir miðju ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Karli Andreassen framkvæmdastjóra ÍSTAKs.Vísir/VilhelmLengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Hús íslenskunnar verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan og vestan megin við húsið. Byggingin verður sporöskjulaga og formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun. Undirritunin fór fram á sjálfu byggingarsvæðinu sem er líklega þekktasta hola landsins. Að lokinni undirritun var boðið upp á stutta leiðsögn um svæðið í fylgd Guðrúnar og nöfnu hennar Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, aðallega fjárhagslegum. Nú stendur til að ljúka verkinu árið 2023.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrir miðju ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Karli Andreassen framkvæmdastjóra ÍSTAKs.Vísir/VilhelmLengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Hús íslenskunnar verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan og vestan megin við húsið. Byggingin verður sporöskjulaga og formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15
Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43