Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Að mati Hildar er auðveldara og ódýrara að flytja til Svíþjóðar en Reykjavíkur. Ungt afreksfólk vill geta stundað æfingar við bestu aðstæður, sem eru oftast nær á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira