Ábyrgð í dag Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Sláandi munur er á að hefja rekstur í Reykjavík og borgum á Norðurlöndum að sögn framkvæmdastjóra Joe & the Juice á Íslandi. Í Reykjavík telur hann ferlið „úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt“. Umkvartanir framkvæmdastjórans ríma við reynslu annarra fyrirtækja í borginni, sem lýstu slæmri reynslu sinni af rekstri í Reykjavík í samtali við Markað gærdagsins. Öllu ferlinu virðist ábótavant, nánast hvar sem drepið er niður fæti. Umsóknir taka langan tíma og jafnvel týnast í regluverksfrumskógi. Einföldustu hlutir virðast vefjast fyrir borgaryfirvöldum eins og undirritun leyfa og pappíra. Traustið í garð einkaframtaksins er í skötulíki. Viðmótið sem fyrirtæki mæta hjá borginni virðist stundum vera að sjálfsagðir hlutir séu bannaðir þangað til þeir eru sérstaklega leyfðir. Auðvitað er það öfugsnúið. Fyrirsjáanleikinn er svo enginn. Eigandi öldurhúss lýsir því að útsendarar borgarinnar hafi hvatt hann til kaupa á matarvagni. Nokkru síðar var tilkynnt að leyfi vagnsins umtalaða yrði ekki endurnýjað vegna yfirvofandi framkvæmda á svæðinu. Þar fór stór biti í súginn. Framkvæmdirnar miðsvæðis þekkja allir. Vitaskuld er nauðsynlegt að endurnýja stræti. Uppbygging miðborgarinnar er af hinu góða. En hún verður að eiga sér stað skipulega og með eðlilegu samráði við íbúa og atvinnulíf. Ekki er boðlegt að senda bréf á föstudegi og hefja framkvæmdir á mánudegi. Bágborið rekstrarumhverfi í Reykjavík er ekki borgaryfirvöldum einum að kenna. Ríkið lætur ekki sitt eftir liggja. Dýrt er að stofna einkahlutafélög og skattaumhverfi að mörgu leyti óhagstætt. Launaumslag starfsmannsins gefur ekki fulla mynd af kostnaðinum sem honum fylgir. Þar vantar ofan á launatengdu gjöldin, eins og hið séríslenska tryggingagjald. En meirihlutinn í borginni, með borgarstjóra í broddi fylkingar, þarf að sæta ábyrgð hvað rekstrarumhverfið í borginni varðar. Hann þarf að átta sig á því að borgin á að létta undir með atvinnulífinu eins og kostur er, en ekki öfugt. Farsæll rekstur er forsenda blómlegs mannlífs. Það voru vonbrigði að heyra borgarfulltrúa Pírata bera því við að meirihlutinn hefði tiltölulega nýverið tekið við störfum. Það er einfaldlega ódýr fyrirsláttur. Hennar flokkur hefur verið við völd síðasta hálfa áratug, og borgarstjóri með hléum nánast frá aldamótum. Stjórnmálamenn verða að sæta ábyrgð, en ekki benda í sífellu á fyrirrennara sína. Fyrrverandi pólitíkusar gegna ekki embættum og sæta ekki ábyrgð. Það gera hins vegar þeir sem hverju sinni eru kjörnir fulltrúar. Ábyrgðin er þeirra. Það er meirihlutans að grípa til áþreifanlegra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfið í borginni. Fyrsta skrefið er að hlusta á fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Sláandi munur er á að hefja rekstur í Reykjavík og borgum á Norðurlöndum að sögn framkvæmdastjóra Joe & the Juice á Íslandi. Í Reykjavík telur hann ferlið „úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt“. Umkvartanir framkvæmdastjórans ríma við reynslu annarra fyrirtækja í borginni, sem lýstu slæmri reynslu sinni af rekstri í Reykjavík í samtali við Markað gærdagsins. Öllu ferlinu virðist ábótavant, nánast hvar sem drepið er niður fæti. Umsóknir taka langan tíma og jafnvel týnast í regluverksfrumskógi. Einföldustu hlutir virðast vefjast fyrir borgaryfirvöldum eins og undirritun leyfa og pappíra. Traustið í garð einkaframtaksins er í skötulíki. Viðmótið sem fyrirtæki mæta hjá borginni virðist stundum vera að sjálfsagðir hlutir séu bannaðir þangað til þeir eru sérstaklega leyfðir. Auðvitað er það öfugsnúið. Fyrirsjáanleikinn er svo enginn. Eigandi öldurhúss lýsir því að útsendarar borgarinnar hafi hvatt hann til kaupa á matarvagni. Nokkru síðar var tilkynnt að leyfi vagnsins umtalaða yrði ekki endurnýjað vegna yfirvofandi framkvæmda á svæðinu. Þar fór stór biti í súginn. Framkvæmdirnar miðsvæðis þekkja allir. Vitaskuld er nauðsynlegt að endurnýja stræti. Uppbygging miðborgarinnar er af hinu góða. En hún verður að eiga sér stað skipulega og með eðlilegu samráði við íbúa og atvinnulíf. Ekki er boðlegt að senda bréf á föstudegi og hefja framkvæmdir á mánudegi. Bágborið rekstrarumhverfi í Reykjavík er ekki borgaryfirvöldum einum að kenna. Ríkið lætur ekki sitt eftir liggja. Dýrt er að stofna einkahlutafélög og skattaumhverfi að mörgu leyti óhagstætt. Launaumslag starfsmannsins gefur ekki fulla mynd af kostnaðinum sem honum fylgir. Þar vantar ofan á launatengdu gjöldin, eins og hið séríslenska tryggingagjald. En meirihlutinn í borginni, með borgarstjóra í broddi fylkingar, þarf að sæta ábyrgð hvað rekstrarumhverfið í borginni varðar. Hann þarf að átta sig á því að borgin á að létta undir með atvinnulífinu eins og kostur er, en ekki öfugt. Farsæll rekstur er forsenda blómlegs mannlífs. Það voru vonbrigði að heyra borgarfulltrúa Pírata bera því við að meirihlutinn hefði tiltölulega nýverið tekið við störfum. Það er einfaldlega ódýr fyrirsláttur. Hennar flokkur hefur verið við völd síðasta hálfa áratug, og borgarstjóri með hléum nánast frá aldamótum. Stjórnmálamenn verða að sæta ábyrgð, en ekki benda í sífellu á fyrirrennara sína. Fyrrverandi pólitíkusar gegna ekki embættum og sæta ekki ábyrgð. Það gera hins vegar þeir sem hverju sinni eru kjörnir fulltrúar. Ábyrgðin er þeirra. Það er meirihlutans að grípa til áþreifanlegra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfið í borginni. Fyrsta skrefið er að hlusta á fólk og fyrirtæki.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun