Af jörðu munt þú aftur upp rísa Lind Einarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 11:56 Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Tímamót Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)?
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar