Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Sveinn Arnarson skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Hallarekstur Landspítalans verður tekinn föstum tökum í fjárlaganefnd að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47
Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57