Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Merkel og Macron í París í nóvember síðastliðnum. Nordicphotos/Getty Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. Tók Merkel þannig undir með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Húsið okkar er að brenna. Bókstaflega. Amasonfrumskógurinn, lungun sem framleiða fimmtung af súrefni jarðar, er alelda,“ sagði Frakkinn. Og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, er á sama máli. „Nú þegar við göngum í gegnum hnattræna loftslagskrísu höfum við ekki efni á því að slík auðlind súrefnis og fjölbreytts lífríkis skaðist meira.“ Öfgaíhaldsmaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði ákall um að málið skyldi ræða á fundinum litast af nýlenduhyggju. Hann hefur sagt mögulegt að alþjóðleg samtök beri ábyrgð á eldunum til að koma óorði á stjórn sína en gengist við því að fyrir því séu engar sannanir. Á fimmtudag sagði hann svo, samkvæmt BBC, að bændur gætu verið að kveikja í skóginum til að rýma land. CNN hafði eftir leiðtogum umhverfisverndarsamtaka og rannsakendum í gær að mannfólk hefði kveikt meirihluta elda ársins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, sagði líklegast að nautgripabændur hefðu kveikt í til að fá meira beitiland. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Skógareldar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. Tók Merkel þannig undir með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Húsið okkar er að brenna. Bókstaflega. Amasonfrumskógurinn, lungun sem framleiða fimmtung af súrefni jarðar, er alelda,“ sagði Frakkinn. Og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, er á sama máli. „Nú þegar við göngum í gegnum hnattræna loftslagskrísu höfum við ekki efni á því að slík auðlind súrefnis og fjölbreytts lífríkis skaðist meira.“ Öfgaíhaldsmaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði ákall um að málið skyldi ræða á fundinum litast af nýlenduhyggju. Hann hefur sagt mögulegt að alþjóðleg samtök beri ábyrgð á eldunum til að koma óorði á stjórn sína en gengist við því að fyrir því séu engar sannanir. Á fimmtudag sagði hann svo, samkvæmt BBC, að bændur gætu verið að kveikja í skóginum til að rýma land. CNN hafði eftir leiðtogum umhverfisverndarsamtaka og rannsakendum í gær að mannfólk hefði kveikt meirihluta elda ársins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, sagði líklegast að nautgripabændur hefðu kveikt í til að fá meira beitiland.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Skógareldar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira