Fyrrum stuðningsmaður Trump býður sig fram gegn forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 21:21 Walsh er einn þriggja sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikana. Skjáskot/JoeWalsh.org Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira