Vildi nota kjarnorkusprengjur á fellibylji Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti bar hugmyndina undir ráðgjafa sína. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57