Erlent

Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Ep­stein um kyn­ferðis­brot

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Virginia Giuffre fyrir utan dómshúsið í New York í dag.
Virginia Giuffre fyrir utan dómshúsið í New York í dag. vísir/getty
Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert.

Giuffre segist hafa verið misnotuð af Epstein og neydd til þess að eiga samræði við prinsinn þegar hún var 17 ára gömul.

Giuffre ræddi við fjölmiðla í New York í dag eftir að fimmtán konur sem saka Epstein um kynferðisofbeldi gáfu skýrslu fyrir dómi. Hún hvetur Andrés prins til þess að segja sannleikann. Prinsinn hefur hins vegar neitað öllum ásökunum.  

Árið 2011 gaf Giuffre skýrslu og sagði að Andrés vissi sannleikann um barnaníð Esptein. Sagði hún að það ætti að láta prinsinn gefa skýrslu. Árið 2014 sagði hún svo fyrir dómi að Epstein hefði neytt hana til þess að stunda kynlíf með prinsinum og öðrum vinum auðkýfingsins.

Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í New York fyrr í mánuðinum. Hann framdi sjálfsmorð. Eftir andlát hans ákvað dómari í sakamáli sem höfðað var gegn Epstein að konurnar sem saka hann um kynferðisbrot fengju að koma fyrir dóminn og segja frá sinni reynslu.

Giuffre var ein af þeim. Hún hafði þetta að segja um Andrés prins þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir daginn í dómsal:

„Hann veit hvað hann hefur gert og hann ætti að bera vitni um það. Hann veit nákvæmlega hvað hann hefur gert og ég vona að hann segi sannleikann um það.“

Tengdar fréttir

Níddist á brotnum stúlkum

Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×