Stærsti fellibylur sem ríður yfir Kína í áraraðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 10:33 Fellibylurinn Bolaven sem reið yfir Kína í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/VCG Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni. Kína Taívan Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni.
Kína Taívan Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila