Körfubolti

Martin: Aldrei gert þetta í Höllinni

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Martin skorar sigurkörfu leiksins.
Martin skorar sigurkörfu leiksins. vísir/bára
Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu.

„Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn.

Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli.

„Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það.

„Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.

Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/bára
Lokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot.

„Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“

Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal.

„Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin.

Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×