Finna þarf færa leið Jón Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum. Nokkrir alþingismenn vilja bregðast við þessu með ákvæði um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef hugmyndir um raftengingar til Evrópu koma síðar til álita. Þessi tillaga er ágæt, en breytir réttarstöðunni varla. Til þess að bæta úr má hugsa sér að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna með viðbótartillögu þess efnis að ríkisstjórn Íslands leggi það tafarlaust fyrir sameiginlegu EES-nefndina að Ísland hyggist ekki fyrir sitt leyti taka upp allar reglur raforkukerfis Evrópusambandsins af augljósum náttúrulegum ástæðum (fjarlægðum, legu lands, mannfjölda hér, náttúruvernd, orkumálastefnu okkar og raforkukerfi, sjávardýpi o.fl.) og hyggist af sömu ástæðum ekki tengjast raforkukerfum annarra landa. Tiltekið verði að 3. orkupakkinn taki ekki gildi fyrir Ísland fyrr en sameiginlega nefndin hefur staðfest afstöðu Íslendinga með formlegum hætti. Þetta er skýlaus réttur aðildarríkis EES, eins og aðildarríkja ESB. Slík stjórnskipuleg staðfesting á ekki að koma á óvart, nema að því leyti að Íslendingar hafa látið málið dragast úr hömlu. Þetta mál er komið í uppnám, og tekist hefur að kveikja tortryggni og ótta meðal almennings. Órökstuddar samsæriskenningar heyrast víða. Ríkisstjórn Sigmundar Gunnlaugssonar lét málið velkjast án þess að taka á vandanum sem fyrirsjáanlegur var þá þegar og er nú orðinn alvarlegur. Því er það verkefnið nú að finna lausn og færa leið.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum. Nokkrir alþingismenn vilja bregðast við þessu með ákvæði um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef hugmyndir um raftengingar til Evrópu koma síðar til álita. Þessi tillaga er ágæt, en breytir réttarstöðunni varla. Til þess að bæta úr má hugsa sér að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna með viðbótartillögu þess efnis að ríkisstjórn Íslands leggi það tafarlaust fyrir sameiginlegu EES-nefndina að Ísland hyggist ekki fyrir sitt leyti taka upp allar reglur raforkukerfis Evrópusambandsins af augljósum náttúrulegum ástæðum (fjarlægðum, legu lands, mannfjölda hér, náttúruvernd, orkumálastefnu okkar og raforkukerfi, sjávardýpi o.fl.) og hyggist af sömu ástæðum ekki tengjast raforkukerfum annarra landa. Tiltekið verði að 3. orkupakkinn taki ekki gildi fyrir Ísland fyrr en sameiginlega nefndin hefur staðfest afstöðu Íslendinga með formlegum hætti. Þetta er skýlaus réttur aðildarríkis EES, eins og aðildarríkja ESB. Slík stjórnskipuleg staðfesting á ekki að koma á óvart, nema að því leyti að Íslendingar hafa látið málið dragast úr hömlu. Þetta mál er komið í uppnám, og tekist hefur að kveikja tortryggni og ótta meðal almennings. Órökstuddar samsæriskenningar heyrast víða. Ríkisstjórn Sigmundar Gunnlaugssonar lét málið velkjast án þess að taka á vandanum sem fyrirsjáanlegur var þá þegar og er nú orðinn alvarlegur. Því er það verkefnið nú að finna lausn og færa leið.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun