Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2019 14:06 Sala á skotheldum skólatöskum tekur iðulega kipp í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira