Marsleiðangur í hættu vegna fallhlífargalla Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 15:28 Frumgerð af Marsjeppanum sem hefur fengið nafnið Rosalind Franklin. Vísir/Getty Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00