Bandarískur þingmaður þakkar nauðgunum og sifjaspelli velgengni mannkyns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 23:30 Steve King, þingmaður repúblikana, á fundi í Boone í Iowa fyrir skömmu. Vísir/getty Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54