Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 22:58 Repúblikaninn er ekki sáttur við Barack Obama. Vísir/EPA Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33