Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 22:31 Donald Trump ræðir við Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, árið 2017. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06