Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:19 Tlaib er af palestínskum ættum. Hún fær landvistarleyfi til heimsækja níræða ömmu sína. Vísir/EPA Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“