Ósætti með samskipti við borgina vegna ástandsins í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:00 Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira