Við erum regnboginn Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar