Hundruð milljóna til Háskóla Íslands, betri umferð og minni mengun - allt ókeypis! Björn Teitsson skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar