Myndband | Þór Þormar meistari annað árið í röð Bragi Þórðarson skrifar 18. ágúst 2019 11:30 Akureyringurinn Þór Þormar Pálsson var á heimavelli um helgina. Mynd/Sveinn Haraldsson Greifatorfæran fór fram á laugardaginn í gryfjunum á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal. Keppnin var sú fimmta og síðasta á Íslandsmótinu. Í flokki sérútbúinna bíla var slagurinn á milli ríkjandi Íslandsmeistarans Þór Þormars Pálssonar á Thor og Hauks Viðars Einarssonar á Heklu. Þór hafði fjögurra stiga forskot og dugði því að lenda á eftir Hauk, svo lengi sem enginn kæmist á milli þeirra. Haukur fór vel af stað og var strax kominn á undan eftir fyrstu braut. Í annari braut gerði Þór mistök er hann velti bíl sínum og tapaði tæpum 200 stigum á keppinaut sinn. „Þetta er bara rétt að byrja, en ég er klárlega að gefa Hauki alltof mikið forskot, og nú eru alltof margir á milli okkar,‘‘ sagði Þór í hádegishléi eftir tvær brautir. Ótrúlega spennandi keppniKeppni fór aftur af stað klukkan eitt og fékk Þór gullið tækifæri til að komast upp að hlið Hauks í fjórðu braut. Þar komst Haukur ekki upp en Þór tókst ekki að nýta sér mistök andstæðings síns. Þegar komið var í sjöttu og síðustu braut leiddi Haukur, annar kom Grétar Óli Ingólfsson á Kötlu og Þór þriðji. Haukur hafði því titilinn í höndum sér. Haukur Viðar fór fyrstur í síðustu brautina og gerði afdrifarík mistök strax í fyrsta barði. Þá velti hann Heklunni og fékk aðeins 90 stig af 350 mögulegum. Þór kom næstur en þrátt fyrir að komast næstum alla leið var bilið í Hauk svo mikið að Þór komst ekki upp fyrir hann. Örlög Hauks myndu því ráðast þegar að Akureyringurinn Grétar Óli færi í brautina. Úrslit réðust á síðustu stunduGrétar Óli keyrði Kötluna fyrst kvöldið fyrir keppni.Sveinn HaraldssonGrétar var síðastur í rásröð, spennan var gríðarleg í Glerárdalnum er hann lagði af stað á Kötlunni, bíl sem hann hafði fengið lánaðann og prófaði fyrst kvöldið fyrir keppni, eftir margar andvökunætur við að koma fyrir nýrri vél í bílnum. Heimamaðurinn gerði sér lítið fyrir og fór alla leið og tryggði sér þar með sigurinn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Það ýtti Hauk niður í annað sætið og Þór hélt þriðja. Úrslitin þýddu að Þór Þormar Pálsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Rétt eins og í fyrra réðust úrslit í síðustu braut í síðustu keppni. Steingrímur meistari í götubílaflokkiSteingrímur segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega.Sveinn HaraldssonÍ götubílaflokki var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason sem tryggði sér bæði sigur í Greifatorfærunni og Íslandsmeistaratitilinn. Titilinn var í raun aldrei í hættu þar sem helsti keppinautur Steingríms, Óskar Jónsson, varð frá að hverfa um miðbik keppninnar. Steingrímur hefur verið að keppa á sama Willys jeppanum síðan 1990 og segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Greifatorfæran fór fram á laugardaginn í gryfjunum á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal. Keppnin var sú fimmta og síðasta á Íslandsmótinu. Í flokki sérútbúinna bíla var slagurinn á milli ríkjandi Íslandsmeistarans Þór Þormars Pálssonar á Thor og Hauks Viðars Einarssonar á Heklu. Þór hafði fjögurra stiga forskot og dugði því að lenda á eftir Hauk, svo lengi sem enginn kæmist á milli þeirra. Haukur fór vel af stað og var strax kominn á undan eftir fyrstu braut. Í annari braut gerði Þór mistök er hann velti bíl sínum og tapaði tæpum 200 stigum á keppinaut sinn. „Þetta er bara rétt að byrja, en ég er klárlega að gefa Hauki alltof mikið forskot, og nú eru alltof margir á milli okkar,‘‘ sagði Þór í hádegishléi eftir tvær brautir. Ótrúlega spennandi keppniKeppni fór aftur af stað klukkan eitt og fékk Þór gullið tækifæri til að komast upp að hlið Hauks í fjórðu braut. Þar komst Haukur ekki upp en Þór tókst ekki að nýta sér mistök andstæðings síns. Þegar komið var í sjöttu og síðustu braut leiddi Haukur, annar kom Grétar Óli Ingólfsson á Kötlu og Þór þriðji. Haukur hafði því titilinn í höndum sér. Haukur Viðar fór fyrstur í síðustu brautina og gerði afdrifarík mistök strax í fyrsta barði. Þá velti hann Heklunni og fékk aðeins 90 stig af 350 mögulegum. Þór kom næstur en þrátt fyrir að komast næstum alla leið var bilið í Hauk svo mikið að Þór komst ekki upp fyrir hann. Örlög Hauks myndu því ráðast þegar að Akureyringurinn Grétar Óli færi í brautina. Úrslit réðust á síðustu stunduGrétar Óli keyrði Kötluna fyrst kvöldið fyrir keppni.Sveinn HaraldssonGrétar var síðastur í rásröð, spennan var gríðarleg í Glerárdalnum er hann lagði af stað á Kötlunni, bíl sem hann hafði fengið lánaðann og prófaði fyrst kvöldið fyrir keppni, eftir margar andvökunætur við að koma fyrir nýrri vél í bílnum. Heimamaðurinn gerði sér lítið fyrir og fór alla leið og tryggði sér þar með sigurinn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Það ýtti Hauk niður í annað sætið og Þór hélt þriðja. Úrslitin þýddu að Þór Þormar Pálsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Rétt eins og í fyrra réðust úrslit í síðustu braut í síðustu keppni. Steingrímur meistari í götubílaflokkiSteingrímur segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega.Sveinn HaraldssonÍ götubílaflokki var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason sem tryggði sér bæði sigur í Greifatorfærunni og Íslandsmeistaratitilinn. Titilinn var í raun aldrei í hættu þar sem helsti keppinautur Steingríms, Óskar Jónsson, varð frá að hverfa um miðbik keppninnar. Steingrímur hefur verið að keppa á sama Willys jeppanum síðan 1990 og segir torfæruna alltaf jafn skemmtilega.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira